Skrapp í síðbúið brunch á Portið eftir smá útsölurölt í Kringlunni á laugardag. Amerískt-brunch með latte, kaffið kom fyrst meinlaust á 450,- svo diskur með mjög vel röðuðum pönnukökum, eggjahræru og tveimur beikonsneiðum ofaná. Það sem ég sá strax að maturinn var ekki sérlega heitur og engin ilmur af nýsteiktu beikoni og lummum. Þegar ég smakkaði matinn varð mér ljóst að þetta hlaut að vera matur hitaður í örbylgju og örugglega ekki eldaður samdægurs, beikonið var alveg stíft og dökkt, pönnukökurnar og eggjahræran voru jafn þéttar og bragðlausar. Kartöflubátarnir hjá mér og borðfélaga mínum voru svo harðir að við skildum þá eftir, einnig virtist ristaðabrauðið hjá félaga mínum vera gamalt og var ískalt. Þetta var dapurlegt því fyrsti réttur dagsins ætti jú að vera ferskur. Ég spurði þjóninn sem var mjög lipur og ljúfur hvort ekki störfuðu kokkar í Portinu, hann sagði jú... Fyrir 1890,- hafði ég búist við því að hægt væri að steikja beikon og lummur á pönnu á nokkrum mínútum fyrir hvaða kokk sem er án fyrirhafnar. Húsnæðið er bjart og hreint en virðist vanta allann metnað í matargerðina.
Mun ekki langa í brunch þarna aftur í bráð * af 5 mögulegum
http://www.portid.is
Searching for a surprize, some character and the ultimate experience. Dining in Reykjavík and surroundings.
Sweet and sour
Enjoying food in good company and beautiful surroundings is often made out as a given thing when dining out.
I am exploring what makes the experience.
What I search for is the taste of fresh ingredients, aroma that gets the juces flowing and a plate for the eye.
The location and staff with a passion help create the experience.
Leaving with a smile and longing to visit again is the key.
After rain and shine, good and bad, sweet and sour I cant but invite you to follow my journey on dining out in Reykjavík and maby even venturing out of the city into the smaller towns in Iceland.
Bring on the adventure!
Saja
Að njóta matar í góðum félagsskap og fallegu umhverfi er oft sett fram sem sjálfsagður hlutur þegar farið er út að borða. Ég velti fyrir mér hvað það er sem gerir upplifunina góða og hversvegna ég fer stundum af veitingahúsum full vonbrigða. Það sem ég sækist eftir er bragð af fersku hráefni, ilmandi mat sem fær munnvatnið til að renna, framreitt á fallegan hátt. Kurteist og skilvirkt þjónustufólk og umvefjandi umhverfi sem sýnir ástríðu þess starfsfólks sem rekur og starfar á staðnum.
Að borga brosandi og hlakka til að koma aftur er góðs viti.
Eftir skin og skúri, vont og gott, súrt og sætt get ég ekki orða bundist og verð að leyfa ykkur að vera með!
I am exploring what makes the experience.
What I search for is the taste of fresh ingredients, aroma that gets the juces flowing and a plate for the eye.
The location and staff with a passion help create the experience.
Leaving with a smile and longing to visit again is the key.
After rain and shine, good and bad, sweet and sour I cant but invite you to follow my journey on dining out in Reykjavík and maby even venturing out of the city into the smaller towns in Iceland.
Bring on the adventure!
Saja
Að njóta matar í góðum félagsskap og fallegu umhverfi er oft sett fram sem sjálfsagður hlutur þegar farið er út að borða. Ég velti fyrir mér hvað það er sem gerir upplifunina góða og hversvegna ég fer stundum af veitingahúsum full vonbrigða. Það sem ég sækist eftir er bragð af fersku hráefni, ilmandi mat sem fær munnvatnið til að renna, framreitt á fallegan hátt. Kurteist og skilvirkt þjónustufólk og umvefjandi umhverfi sem sýnir ástríðu þess starfsfólks sem rekur og starfar á staðnum.
Að borga brosandi og hlakka til að koma aftur er góðs viti.
Eftir skin og skúri, vont og gott, súrt og sætt get ég ekki orða bundist og verð að leyfa ykkur að vera með!
No comments:
Post a Comment