Á föstudagskvöld fórum við nokkrar saman út að borða á Kex. Það var spennandi óvissa að fara upp stigagang sem á engan hátt gaf tilkynna hversu skemmtilegur heimur beið okkar, Evrópa nokkur ár aftur í tímann með forvitnilegum, framandi og kunnuglegum hlutum í bland hvert sem augað leit. Matseðlar voru bæði á blaði og krítartöflu sem olli nokkrum vangaveltum en fengum góðar útskýringar. Ég var svöng og valdi mér lamb með smælki og rabbabarasultu og rauðvín hússins. Maturinn kom fljótlega, borinn fram á gömlum myndskreyttum diski með gullrönd og rauðvínið bragðgott.
Maturinn ilmaði og leit vel út Þegar ég bragðaði á lambinu með brúnni sósu og rabbabarasultu fór ég aftur í tímann til ömmu og afa, mmm... Umhverfið og maturinn mynduðu sterka upplifun og ég naut hvers bita. Skammturinn fannst mér heldur lítill og ég enn svöng og því ekki spurning um að fá sér eftirrétt, eplabaka á hvolfi. Mjög skemmtileg og látlaus baka, hálft epli í bragðgóðu deigi. Mér leið vel. Verðið var sanngjarnt og skemmtilegt að upplifa vinveitt verðlag, þ.e. ekki verðlagt upp í topp.
1950,- fyrir lambið, hefði viljað nokkra munnbita í viðbót.
650,- eplabaka á hvolfi
800,- rauðvínsglas hússins
Starfsfólk var persónulegt og til fyrirmyndar í kurteisi.
Umhverfið mjög afslappað og fallegt, svona eins og vin í eyðimörk.
Fer pottþétt aftur og smakka nýjan rétt! *** af 5 mögulegum
http://www.kexhostel.is
Searching for a surprize, some character and the ultimate experience. Dining in Reykjavík and surroundings.
Sweet and sour
Enjoying food in good company and beautiful surroundings is often made out as a given thing when dining out.
I am exploring what makes the experience.
What I search for is the taste of fresh ingredients, aroma that gets the juces flowing and a plate for the eye.
The location and staff with a passion help create the experience.
Leaving with a smile and longing to visit again is the key.
After rain and shine, good and bad, sweet and sour I cant but invite you to follow my journey on dining out in Reykjavík and maby even venturing out of the city into the smaller towns in Iceland.
Bring on the adventure!
Saja
Að njóta matar í góðum félagsskap og fallegu umhverfi er oft sett fram sem sjálfsagður hlutur þegar farið er út að borða. Ég velti fyrir mér hvað það er sem gerir upplifunina góða og hversvegna ég fer stundum af veitingahúsum full vonbrigða. Það sem ég sækist eftir er bragð af fersku hráefni, ilmandi mat sem fær munnvatnið til að renna, framreitt á fallegan hátt. Kurteist og skilvirkt þjónustufólk og umvefjandi umhverfi sem sýnir ástríðu þess starfsfólks sem rekur og starfar á staðnum.
Að borga brosandi og hlakka til að koma aftur er góðs viti.
Eftir skin og skúri, vont og gott, súrt og sætt get ég ekki orða bundist og verð að leyfa ykkur að vera með!
I am exploring what makes the experience.
What I search for is the taste of fresh ingredients, aroma that gets the juces flowing and a plate for the eye.
The location and staff with a passion help create the experience.
Leaving with a smile and longing to visit again is the key.
After rain and shine, good and bad, sweet and sour I cant but invite you to follow my journey on dining out in Reykjavík and maby even venturing out of the city into the smaller towns in Iceland.
Bring on the adventure!
Saja
Að njóta matar í góðum félagsskap og fallegu umhverfi er oft sett fram sem sjálfsagður hlutur þegar farið er út að borða. Ég velti fyrir mér hvað það er sem gerir upplifunina góða og hversvegna ég fer stundum af veitingahúsum full vonbrigða. Það sem ég sækist eftir er bragð af fersku hráefni, ilmandi mat sem fær munnvatnið til að renna, framreitt á fallegan hátt. Kurteist og skilvirkt þjónustufólk og umvefjandi umhverfi sem sýnir ástríðu þess starfsfólks sem rekur og starfar á staðnum.
Að borga brosandi og hlakka til að koma aftur er góðs viti.
Eftir skin og skúri, vont og gott, súrt og sætt get ég ekki orða bundist og verð að leyfa ykkur að vera með!
Ég hef komið á Kex tvisvar sinnu. Í fyrra skiptið til ætlaði ég að borða en fannst matseðillinn frekar óspennandi og fór því annað.
ReplyDeleteÍ steinna skiptið var klukkan það margt að ég fékk mér einungis drykk.
Andrúmsloftið er afslappað og notalegt eins og á að vera á ,,farfuglastað". Hugurinn reikaði 10 ár aftur í tímann þegar ég var á flakki um s-austur asíu með bakpokann og Lonly-planet sem ferðafélaga.
Held ég gefi matseðlinum séns og kíki aftur á Kex fljótlega.
ása